Engar U-beygjur framar við Myllubakkaskóla
Eftir að nemendur úr Myllubakkaskóla sem komu í heimsókn til bæjarstjóra og kynntu honum niðurstöður umferðarörryggiskönnunar við skólann var ákveðið að fara strax í ákveðnar úrbætur sem nemendurnir höfðu bent á. Nemendurnir höfðu skoðað öryggismál við skólann sem hluta af verkefni sem þau voru að leysa í tengslum við þáttökur sinni í Lego-keppni sem fram fór á Ásbrú í Reykjanesb um síðustu helgi.
Margir bílstjórar taka U-beygju fyrir framan skólann til þess að komast í rennuna þar, en það skapar mikla hættu fyrir vegfarendur. Í samráði við Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar verður sett óbrotin lína á götuna og eins voru í dag sett upp skilti sem bannar U-beygjur á Sólvallagötunni framan við Myllubakkaskóla.
Myndin: Skilti sem banna svokallaðar U-beygjur hafa verið sett upp framan við Myllubakkaskóla. Skiltin eru þar sem rauðir hringir hafa verið verið settir inn á myndina. Það þýðir í raun að umferð að Myllubakkaskóla komi frá Tjarnargötu. Þá má ekki taka U-beygju þegar ekið er út úr útskotinu við skólann heldur skal halda áfram út á Skólaveg.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson