Engar sprengjur fundust í ráðhúsinu
Engar sprengjur fundust í Ráðhúsi Reykjanesbæjar eftir leit sérsveitar og sprengjuleitarhunds. Hér var því um gabb að ræða en lögreglan sagði í morgun að tilkynningin væri ekki trúverðug. Húsið hefur því verið opnað aftur og starfsemi hafin en tilkynning um að það væru sprengjur í húsinu barst á ensku í tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun.
„Þetta er ný reynsla og ekki þægileg en nú höldum við bara áfram að vinna. Það er nóg að gera,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri sem var á leið á skrifstofu sína klukkan hálf eitt.
Sprengjuhótun í Ráðhúsi Reykjanesbæjar