Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Engar lausar lóðir fyrir gistiheimili í Reykjanesbæ
Grunnmynd af fyrstu hæð gistiheimilisins. Teikning af vef Reykjanesbæjar.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 24. september 2019 kl. 17:44

Engar lausar lóðir fyrir gistiheimili í Reykjanesbæ

Engar lóðir liggja á lausu í Reykjanesbæ undir byggingu gistiheimilis. Þetta kemur fram í gögnum umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, sem fundaði þann 20. september sl.
Þar var tekið fyrir erindi frá Árna Guðmundssyni sem er í félagi við þá Einar Halldórsson og Magnús Dalberg en þeir óska eftir lóð fyrir 550 fermetra gistiheimili með möguleika á stækkun.

Í erindinu er sagt að þeir séu tilbúnir að hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er ef rétta lóðin í verkefnið sé til staðar. Umsókninni fylgir svo teikning af 20 herbergja gistiheimili og sagt að æskilegt sé að hægt verði að tvöfalda herbergjafjölda ef vel gengur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024