Engar hjólreiðar án hjálma
Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af börnum í gær þar sem þau voru úti að hjóla án þess að nota reiðhjólahjálm. Lögum samkvæmt er skylt að vera með reiðhjólahjálm þegar hjólað er og fá foreldrar barnanna bréf um þetta frá lögreglu.
Næturvaktin var róleg, að sögn lögreglu, einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut en hann var á 116 km hraða.
Mynd: Þessir krakkar á leikskólanum Gimli klikka ekki á reiðhjólahjálmunum, enda fer vel á með þeim og lögreglumanninum á myndinni. Ljósm: elg