Engar ferðir í Garðinn
Athygli hefur vakið að um nokkurt skeið hefur SBK ekki haldið uppi neinum áætlunarferðum í Garðinn. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, sagði að fyrir nokkru hefði Garður og Sandgerði gert samkomulag við SBK að halda uppi ákveðnum fjölda ferða til þessara sveitarfélaga og greitt SBK sérstaklega fyrir það.
Gerðahreppur lét gera könnun og kom þá í ljós að mjög fáir nýttu sér þessar ferðir. Samningnum var í framhaldi af því sagt upp. Eftir sem áður eru það alltaf einhverjir sem þurfa á áætlunarferðum að halda. Sigurður sagði að SBK væri með sérleyfi á þessari ferð og bæri að halda uppi áætlunarferðum. Erindi hefði verið sent til Vegagerðarinnar sem sæi um þessi mál og þar hefði verið svarað að SBK bæri að halda uppi áætlun á meðan sérleyfi væri í þeirra höndum.
Sigurður sagði að þegar þessi orð væru sögð hefði SBK enn ekki orðið við ítrekaðri beiðni um að auglýsa áætlunarferði í Garðinn.
Gerðahreppur lét gera könnun og kom þá í ljós að mjög fáir nýttu sér þessar ferðir. Samningnum var í framhaldi af því sagt upp. Eftir sem áður eru það alltaf einhverjir sem þurfa á áætlunarferðum að halda. Sigurður sagði að SBK væri með sérleyfi á þessari ferð og bæri að halda uppi áætlunarferðum. Erindi hefði verið sent til Vegagerðarinnar sem sæi um þessi mál og þar hefði verið svarað að SBK bæri að halda uppi áætlun á meðan sérleyfi væri í þeirra höndum.
Sigurður sagði að þegar þessi orð væru sögð hefði SBK enn ekki orðið við ítrekaðri beiðni um að auglýsa áætlunarferði í Garðinn.