Fréttir

Engar busavígslur framar í FS
Busavígslur heyra brátt sögunni til.
Föstudagur 22. ágúst 2014 kl. 08:57

Engar busavígslur framar í FS

Tekið sómasamlega á móti nýnemum

Ljóst er að busavígslur verða ekki áfram með sama sniði og áður í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta staðfesti skólameistarinn Kristján Ásmundsson í samtali við Víkurfréttir,  en hann segir að tími sé kominn til þess að skipta um gír hvað varðar þessi mál. „Við munum ráðfæra okkur við nemendafélagið hvað varðar breytingar en ljóst er að nú verður þetta móttaka nýnema, þar sem við tökum á móti nýnemum á sómasamlegan hátt.“ Kristján á ekki von á öðru en að eldri nemendur taki vel í þessar breytingar en hann telur að þetta sé sá veruleiki sem blasi við í öllum skólum, þ.e. að nemendur verði ekki niðurlægðir með neinum hætti þegar þeir hefja skólagöngu í framhaldsskóla. Nú verður því væntanlega ekki rætt um busadag, heldur móttökudag nýnema í framtíðinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024