Engar athugasemdir við breytt deiliskipulag Hlíðahverfis
Engar athugasemdir bárust við breytingu á deiliskipulagi Hlíðahverfis í Reykjanesbæ. Miðland ehf. óskaði eftir breytingunni. Einnar hæðar raðhúsabyggð með 27 íbúðareiningum í 6 lengjum verða að tveggja hæða fjölbýlishúsum með 48 íbúðum í 5 lengjum. Þessu fylgir að Grænalaut 2-12 verður Grænalaut 2-10. Heildarbyggingarmagn í Hlíðahverfi fer við þessar breytingar úr 300 í 321 íbúð.
Samþykkt var á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda deiliskipulagsbreytinguna til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.