Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engan veginn eðlileg og sanngjörn húsaleiga
Fimmtudagur 6. mars 2008 kl. 15:17

Engan veginn eðlileg og sanngjörn húsaleiga

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt Fasteign ehf heimild til að að hefja framkvæmdir við búningsklefa við Sunnubrautarvöll á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og kostnaðaráætlunar sem lagðar voru fram á fundi bæjarráðs í morgun. 
Þetta var samþykkt með 3 atkvæðum meirihlutans gegn 2 atkvæðum minnihlutans sem lagði fram eftirfarandi bókun:
 
„Samþykkjum byggingu búningsklefa við Keflavíkurvöll en leggjum til að verkið verði boðið út af hálfu Reykjanesbæjar og byggt í eigin reikning. Húsaleiga af slíku mannvirki skv. fyrirliggjandi tilboði frá Fasteign hf. er að lágmarki kr. 450.000,- á mánuði fyrir 270 m2 eign og þá er meðtalið 50m2 geymslurými. Það getur engan veginn talist eðlileg og sanngjörn húsaleiga og því eðlilegt að leita annarra leiða.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024