Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engan Íslending sakaði á Marmaris
Mánudagur 28. ágúst 2006 kl. 01:31

Engan Íslending sakaði á Marmaris

Engan Íslending sakaði í sprengingum sem urðu í tyrkneska sumarleyfisbænum Marmaris í kvöld. Fyrsta sprengjan sprakk í lítilli rútu á aðalgötu bæjarins skammt frá hóteli þar sem um 30 íslenskir ferðamenn dvelja. Atli Már Gylfason úr Reykjanesbæ er meðal gesta á hótelinu. Hann var inni á herbergi þegar fyrsta sprengjan sprakk í kvöld og heyrði sprenginguna vel. Hann fór út fyrir hótelið að kanna hvað hafi gerst og varð þá strax var við að eitthvað alvarlegt hafði átt sér stað. Lögreglu- og sjúkrabílar streymdu að úr öllum áttum og geðshræring var mikil. Engan Íslending mun hafa sakað í sprengingunni.

Samkvæmt vef Morgunblaðsins, mbl.is, þá munu sextán ferðamenn, þar af 10 Bretar, hafa særst í þremur sprengingum sem urðu í tyrkneska sumarleyfisbænum Marmaris í kvöld.

Að sögn sjónvarpsstöðvarinnar CNN-Turk hafði sprengju verið komið fyrir undir sæti í rútunni sem var á ferð um aðalgötu bæjarins en þar er fjöldi bara, veitingahús og næturklúbba. Sextán manns, þar af 12 ferðamenn, særðust í sprengingunni. Um 45 mínútum síðar sprakk önnur sprengja nálægt höfninni í bænum og skömmu síðar sú þriðja nálægt fjölbýlishúsi. Engan sakaði í þeim sprengingum, að sögn CNN-Turk og greint er frá á vef mbl.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024