Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. október 2002 kl. 12:46

Endurskoðun fjárhagsáætlunar samþykkt

- skuldir bæjarins á hvern íbúa lækka um 10 þúsund krónur á árinu 2002

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. október sl. endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002. Gert er ráð fyrir 52 milljóna króna rekstrarhalla í stað 76 milljóna króna rekstrarafgangi árið 2002.
Helstu orsakir þessara þessarar niðurstöðu tengjast breytingum á launaliðum um 133 milljónir króna. Um er að ræða uppsafnaðar greiðslur í kjölfar starfsmats og vegna nýrra samninga við tónlistarskólakennara á árinu.
Áætlaðar tekjur vegna gatnagerðargjalda virðast ekki ætla að nást og er gert ráð fyrir að þar vanti 69 milljónir frá upphaflegri áætlun.
Bæjarráð hefur samþykkt erindi að fjárhæð 134 milljónir króna sem vísað hefur verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þar er m.a. verið að bregðast við þörf fyrir nýjar kennslustofur, kostnaði vegna brunavarna og skertum framlögum úr Jöfnunarsjóði.
Þá hafa endurgreiðslur frá Varnarliðinu ekki komið með þeim hraða sem áætlað var í upphafi árs en samningar tryggja greiðslur til Reykjanesbæjar innan 10 ára.
Gengisþróun hefur verið jákvæð á árinu en gert er ráð fyrir að skuldir fari úr tæpum 400 þúsunum króna á íbúa við síðustu áramót í tæpar 390 þúsundir á íbúa um n.k. áramót, segir á vefsíðu Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024