Endurskoða húsnæðismál bæjarskrifstofu
	Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykktað farið verði í heildarendurskoðun á núverandi húsnæði bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar til að laga starfsaðstöðu og mæta væntanlegri fjölgun starfsmanna. 
	Í afgreiðslu bæjarráðs segir að vilji er til að vera áfram á Tjarnargötu 12 ef það reynist hagkvæmasti kosturinn.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				