Endurskipulagning gengur vel á Heilsugæslunni
Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að mikil endurskipulagning fari nú fram á Heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja: „Við sinnum öllum bráðatilfellum og að stórum hluta langtímatilvikum. Ég fullyrði að hlutirnir ganga hér vel við núverandi aðstæður,“ segir Sigurður Árnason, yfirlæknir við Heilsugæsluna á Suðurnesjum.Hann segir að þrátt fyrir það sé endurskipulagningu ekki lokið en hún muni standa yfir næstu mánuði. „Við erum að breyta kerfinu á þann veg að heilsugæslan og sjúkrahúsið verði meira samofin en áður," segir Sigurður en eins og kunnugt er létu allir læknarnir á heilsugæslunni af störfum í nóvember. Síðan hefur verið unnið að því að ráða nýja lækna: „Nú eru hér þrír alveg fastir læknar við heilsugæsluna og við eigum von á barnalækni í fullt starf. Í okkar huga er sígandi lukka best og við erum mjög sáttir við framvindu mála," segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið í morgun.