Atnorth
Atnorth

Fréttir

Endurnýjun ráðhúss Reykjanebæjar boðin út
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 10. júlí 2025 kl. 06:08

Endurnýjun ráðhúss Reykjanebæjar boðin út

Reykjanesbær hefur auglýst útboð í endurnýjun ráðhúss bæjarins við Tjarnargötu. Skilafrestur er til 8. ágúst nk.

Verkefnið skiptist í sex hluta, allt frá jarðvinnu til frágangs á húsinu að innan sem utan.

Bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar eru nú í húsnæði Keilis á Ásbrú og var áður grunnskólahúsnæði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Verktakar mega bjóða í einn eða fleiri verkhluta en Reykjanesbær áskilur sér rétt til að velja þann eða þá verkhluta sem hann telur hagstæðastan eftir opnun tilboða.

Ekki hefur verið gefið út hversu lengi verkið mun taka en heimildir Víkurfrétta herma að bæjarfélagið verði í ráðhúsi á Ásbrú langt fram á næsta ár.