Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Endurnýja samkomulag um skólaþjónustu
Frá vinstri Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði, Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Helgi Arnarson fræðslustjóri.
Fimmtudagur 5. janúar 2017 kl. 06:00

Endurnýja samkomulag um skólaþjónustu

Skólaþjónusta fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun áfram veita sálfræði- og talmeinaþjónustu, sérkennsluráðgjöf og almenna kennsluráðgjöf við Grunnskólann í Sandgerði. Þau Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu samning þess efnis á dögunum.

Skólaþjónusta fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun einnig annast skimanir og íhlutun, kennslufræðilega ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda, úrræði og fræðslu fyrir foreldra, endurmenntun fyrir starfsfók grunnskóla, rekstrarráðgjöf og leiða faglegt samstarf stjórnenda skóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024