Endurnýja samkomulag um skólaþjónustu
Skólaþjónusta fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun áfram veita sálfræði- og talmeinaþjónustu, sérkennsluráðgjöf og almenna kennsluráðgjöf við Grunnskólann í Sandgerði. Þau Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu samning þess efnis á dögunum.
Skólaþjónusta fræðslusviðs Reykjanesbæjar mun einnig annast skimanir og íhlutun, kennslufræðilega ráðgjöf vegna tvítyngdra nemenda, úrræði og fræðslu fyrir foreldra, endurmenntun fyrir starfsfók grunnskóla, rekstrarráðgjöf og leiða faglegt samstarf stjórnenda skóla.