Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Endurnýja gatnamót Hafnargötu og Aðalgötu
Þriðjudagur 28. ágúst 2018 kl. 09:13

Endurnýja gatnamót Hafnargötu og Aðalgötu

Til stendur að endurnýja gatnamót Hafnargötu og Aðalgötu í Keflavík. Hellulögn á þessum gatnamótum er illa farin. Nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að lagfæringum á öðrum gatnamótum við Hafnargötu og þá hafa eyjur verið fjarlægðar. Þannig tekst að dreifa álaginu á Hafnargötuna betur.
 
Hellur sem voru notaðar við endurnýjun Hafnargötunnar á sínum tíma hafa ekki staðist mikið álag. Þá var ákveðið að nota ódýrara efni og fara lengra með verkið frekar en að nota slitsterkari hellur og vinna framkvæmdina á lengri tíma.
 
Til verksins á að nýta 25 milljónir króna af óráðstöfuðu á bókhaldslykli til að fara í lagfæringar á Hafnargötu.
 
Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir að ekki verði ráðist í framkvæmdina fyrr en eftir Ljósanótt.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024