Endurgerð þils við Miðgarð verði í forgangi
Grindavíkurbær hefur um árabil lagt megináherslu á að endurgerð þils við Miðgarð í Grindavíkurhöfn verði í forgangi samgönguáætlunar og leggur áherslu á að endurgerð Miðgarðs verði sett á Samgönguáætlun 2015-2018.
Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar leggur til við hafnarstjóra í samvinnu við bæjarstjóra að semja umsögn við þingsályktunartillögu samgönguáætlunar 2015 - 2018 til að leggja fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Bæjarráð hefur tekið undir þetta og falið hafnarstjóra og bæjarstjóra að skrifa umsögnina.