Endurbætur á Víðihlíð staðfestar af ríkinu
Félagsmálaráðuneytið hefur staðfest að framkvæmdir við endurbætur á Víðihlíð, dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Grindavík, fari fram á þessu ári eins og áætlað er. Ríkið greiðir stærstan hlutann af framkvæmdinni en Grindavíkurbær greiðir hluta. Óttast var í ljósi efnahagsástandsins að ráðuneytið myndi hætta við endurbæturnar en annað hefur komið á daginn. Útboðsgögn eru svo til klár og útboðið auglýst á næstunni.
Greint er frá þessu á www.grindavik.is