Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Endurbætur á gatnamótum við Bláa Lónið
  • Endurbætur á gatnamótum við Bláa Lónið
Fimmtudagur 25. ágúst 2016 kl. 11:14

Endurbætur á gatnamótum við Bláa Lónið

Umtalsverðar framkvæmdir og endurbætur eiga sér nú stað á gatnamótum Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar, sem margir þekkja sennilega betur sem Bláalónsveginn. Umferð um þessi gatnamót hefur aukist mikið síðastliðin ár og hefur Grindavíkurbær þrýst mjög á Vegagerðina um umbætur á þessum fjölförnu gatnamótum. Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar. Þar segir að með breytingunum verði sér beygjuakgreinar inná Norðurljósaveginn úr báðum áttum þannig að umferð um Grindavíkurveg á að ganga að mestu óhindruð í báðar áttir. Þá verða gatnamótin einnig lýst upp og vegaxlir breikkaðar umtalsvert í báðar áttir til þess að tryggja eðlilegt flæði umferðar. Markmiðið með þessum framkvæmdum er að auka umferðaröryggi vegfarenda og verður vonandi um mikla bragabót í umferðarmálum að ræða.

Engar steyptar umferðareyjur verða settar upp á gatnamótunum en umferð verður stýrt með skiltum og máluðunum veglínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024