Endurbættur vefur Reykjanesbæjar
Endurbættur vefur Reykjanesbæjar er nú kominn í loftið. Leiðarkerfi var tekið til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að einfalda leið notenda að upplýsingum en að auki eru dregnar fram mest sóttu upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins s.s. fjármálaupplýsingar, ný verkefni, netföng starfsmanna, nýjar fundargerðir og kort og myndir.
Meðal nýjunga eru gagnasafn, fyrirspurnir, betri leit í fundargerðum, flýtileiðir, póstlisti og markaðssvæði á ensku. Hægt er að prenta út síður og stækka og minnka letur. Vefurinn er unninn í nýjustu útgáfu af GoProWeb sem nefndur er Vefþór frá Hugviti sem mörg af stærri sveitarfélögunum nota. Hönnun útlits var í höndum Atómstöðvarinnar en um þarfagreiningu sáu Sjá ehf.
Meðal nýjunga eru gagnasafn, fyrirspurnir, betri leit í fundargerðum, flýtileiðir, póstlisti og markaðssvæði á ensku. Hægt er að prenta út síður og stækka og minnka letur. Vefurinn er unninn í nýjustu útgáfu af GoProWeb sem nefndur er Vefþór frá Hugviti sem mörg af stærri sveitarfélögunum nota. Hönnun útlits var í höndum Atómstöðvarinnar en um þarfagreiningu sáu Sjá ehf.