Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endastakkst í skurð
Mánudagur 16. október 2006 kl. 13:31

Endastakkst í skurð

Bifreið endastakkst í morgun í skurð á mótum Hjallavegar og Vallarbrautar í Reykjanesbæ. Framkvæmdir við Nesvelli, þjónustukjarna fyrir aldraða, standa nú yfir á svæðinu og er skurðurinn rúmlega metri á dýpt þar sem bíllinn fór niður.

 

Ökumenn og aðrir eru beðnir um að sína aðgát á þessu svæði á meðan framkvæmdum stendur. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki þegar bifreiðin hafnaði í skurðinum.

 

VF-mynd/ Ellert Grétarsson - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024