Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Endaði uppi á miðju hringtorgi
Mánudagur 10. desember 2012 kl. 11:06

Endaði uppi á miðju hringtorgi

Ökumaður fólksbifreiðar endaði för sína uppi á miðju hringtorgi við Bolafót í Njarðvík í morgun. Ekki er vitað hver ástæðan var fyrir því að bíllinn endaði uppi á hringtorginu en hann stöðvaðist á stóru grjóti skammt frá vörðunni sem þar er. Ekki var hálka á vegum þegar óhappið varð.

Flutningabíll var kallaður á staðinn til að koma bílnum af vettvangi. Ekki urðu nein slys á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-