Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja auglýst laust til umsóknar
Mánudagur 25. september 2023 kl. 11:30

Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja auglýst laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem nær yfir Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannauðsmál, sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum með áherslu á árangursmiðað samstarf og upplýsingamiðlun er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
  • Reynsla af áætlunargerð og innleiðingu nýjunga er skilyrði.
  • Reynsla af stefnumótun og skýr framtíðarsýn er skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera, hafi mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti, góða kunnátta í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli.

Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2023, segir á vef stjórnarráðsins.