Elstu leikskólabörnin í grunnskólann?
Bæjarráð Sandgerðis hefur samþykkt að skipa þriggja manna starfshóp til að kanna forsendur fyrir því að færa elsta árgang leikskólans yfir í húsnæði Grunnskólans undir faglegri stjórn leikskólastjóra. Hópurinn á að skila áliti sínu og tillögum til bæjarstjórnar fyrir 1. febrúar 2011 með það að leiðarljósi að færslan geti komið til framkvæmdar í upphafi skólaárs 2011-2012. Hópurinn verður skipaður bæjarstjóra, skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði og skólastjóra Leikskólans Sólborgar.
VFmynd/elg - Sandgerðisskóli.