Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Elstu bátar í útgerð saman á mynd í Sandgerði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 9. mars 2020 kl. 11:27

Elstu bátar í útgerð saman á mynd í Sandgerði

Sandgerðishöfn heldur úti síðu á fésbókinni þar sem birtar eru svipmyndir úr starfsemi hafnarinnar. Í dag birtir síðan mynd sem var tekin í Sandgerðishöfn á dögunum.

Á myndinni eru elsti trébátur í útgerð á Íslandi, Þorsteinn ÞH 115, smíðaður úr eik í Svíþjóð árið 1946 og Maron GK 522, elsti stálbátur í útgerð á Íslandi, smíðaður í Hollandi árið 1955.

Þeir eru báðir á netum og gera það gott, segir á síðu Sandgerðishafnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024