Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Elsti Suðurnesjamaðurinn látinn
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 11:28

Elsti Suðurnesjamaðurinn látinn

Sandgerðingurinn Ármann Guðjónsson sem varð 103 ára jarðsettur frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði.

Útför Sandgerðingsins Ármans Guðjónssonar frá Lyngholti, elsta íbúa Suðurnesja verður gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag kl. 14 en Ármann lést 10. mars. sl. á 103. aldursári.

Ármann fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist til Sandgerðis 3 ára árið 1913. Hann byggði hús þar með eiginkonu sinni Ólafíu Á. Þórðardóttur árið 1941 og bjó þar til ársins 2011 en þá flutti hann á elliheimilið Hlévang. Ármann stundaði sjóinn alla tíð, á bátum en einnig lengi á millilandaskipum. Hús þeirra hjóna, Lyngholt vakti alla tíð athygli fyrir mikla snyrtimennsku en Ármann kunni vel við sig í garðinum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Víkurfréttir tóku viðtal við Ármann þegar hann fagnaði 100 ára afmæli. Hér má sjá það.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25