Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Elsta listflugssveit heims á Keflavíkurflugvelli
  • Elsta listflugssveit heims á Keflavíkurflugvelli
Sunnudagur 19. mars 2017 kl. 14:23

Elsta listflugssveit heims á Keflavíkurflugvelli

Patrouille de France, elsta listflugssveit heims er stödd hér á landi. Sveitin er frönsk og er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun ferðast um og halda flugsýningar í heilan mánuð.

Áður en sveitin lenti á Keflavíkurflugvelli flaug hún heiðursflug frá suðri til norðurs yfir flugvöllinn.
 
Franska listflugssveitin kom hingað frá Skotlandi þar sem hún hreppti reyndar slæmt veður og tafðist í einn sólarhring. Flugsveitin lenti hér á landi í hádeginu í dag og fer aftur um kl. 10 í fyrramálið. Þá er ferðinni heitið til Grænlands þar sem tekið verður eldsneyti áður en flogið verður yfir til Kanada.
 
Í listflugssveitinni eru tíu þotur en henni fylgja einnig tvær aðrar vélar, Falcon-þota og einnig Airbus A400 flutningavél. Hún er aðeins ársgömul og fengu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Víkurfrétta að skoða vélina í dag.
 
Eins og áður segir er listflugssveitin sú elsta í heimi en hún hóf að fljúga árið 1931 en tók sér hlé í síðari heimsstyrjöldinni og var endurvakin 1954.
 
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar vélarnar komu til Keflavíkurflugvallar dag. 
 
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 
Franska listflugssveitin á Keflavíkurflugvelli.
 
 
Airbus A400 vél franska hersins á Keflavíkurflugvelli í dag. 
 
 
Í flugstjórnarklefa Airbus A400 vélar franska hersins á Keflavíkurflugvelli í dag. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024