Elmar syngur inn sumarið

- tónleikar í Keflavíkurkirkju

Elmar Þór Hauksson söngvari býður öllum velunnurum sínum til tónleika á morgun, sumardaginn fyrsta, í tilefni sumarkomunnar.

Það má því segja að hann sé eins og vorboðinn ljúfi en á tónleikunum mun hann syngja ýmiss íslensk og erlend sönglög sem hann hefur flutt víða, meðal annars í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum en Elmar Þór syngur einnig í Kór Keflavíkurkirkju, ungmennakórnum Vox Felix, Kóngunum og kvintettnum Ómur.

Undirleikari er Arnór B. Vilbergsson organisti Keflavíkurkirkju en þar fara tónleikarnir fram og hefjast kl. 17:00.

Það er því tilvalið að fagna sumri með fallegri tónlist í Keflavíkurkirkju á sumardaginn fyrsta.