Ellert tekur við af Loga í Fiskmarkaði Suðurnesja
Ellert Eiríksson var kjörinn stjórnarformaður Fiskamarkaðs Suðurnesja á fyrsta fundi stjórnar að loknum aðalfundi í gærkvöldi. Hann tekur við af Loga Þormóðssyni sem hefur verið stjórnarformaður FMS í fimmtán ár og er af flestum talinn "faðir" fiskmarkaða á Íslandi.Á aðalfundinum var greint frá rekstri fiskmarkaðsins en hagnaður að loknum sköttum var 32 milljónir sem er það mesta í sögu félagsins. Í lok fundarins var fráfarandi stjórnarformanni gefið glæsilegt málverk sem heitir "Rauður Loginn brann" og er enda eldrautt eins og sjá má á mynd. Logi hefur verið með 95% mætingu á stjórnarfundi FMS og mætt á 138 af 142 fundum stjórnar. Hann sagðist skilja sáttur og óskaði nýjum manni velfarnaðar.