Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ellert Skúlason gerir lóð og umhverfi við nýtt hjúkrunarheimili
Viðar Ellertsson hjá Ellerti Skúlasyni ehf. og Guðlaugur H. Sigurjónsson frá Reykjanesbæ undirrituðu samninginn í bókasafni Reykjanesbæjar. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 17:35

Ellert Skúlason gerir lóð og umhverfi við nýtt hjúkrunarheimili

Framkvæmdir eru að hefjast við frágang lóðar við nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli í Reykjanesbæ. Verkið er fólgið í jarðvinnu, uppsteypu mannvirkja á lóð, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi.
 
Fjórir aðilar buðu í verkið og var lægst bjóðandi Ellert Skúlason hf. með um 97% af kostnaðaráætlun. Verkið hefst strax í næstu viku og er áætlað að verklok verði 1. febrúar, þótt gera megi ráð fyrir að gróður og annað því um líkt nái inn á sumarið 2014. 
 
Á meðfylgjandi teikningu sést hvernig umhverfið í kringum nýtt hjúkrunarheimili verður.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024