Ellert Skúlason ehf. endurnýjar Aragerði
– og gerir göngu- og hjólreiðastíg í Vogum
Á dögunum voru opnuð tilboð í framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Voga sem nýverið voru boðnar út. Um er að ræða endurnýjun suðurhluta Aragerðis og gerð göngu- og hjólreiðastígs að skógræktarsvæðinu við Háabjalla.
Alls bárust fimm tilboð í verkin. Lægsta tilboðið átti Ellert Skúlason ehf. Tilboð þeirra var um 95% af kostnaðaráætlun verksins. Bæjarráð Voga samþykkti í vikunni sem leið að ganga til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs þeirra.