Ellefu vilja byggja skóla í Garði
Ellefu tilboð bárust í uppsteypu á viðbyggingu við Gerðaskóla í Garði. Kostnaðaráætlun Sveitarfélagsins Garðs hljóðar upp á rúmar 118 milljónir króna. Tilboðin ellefu voru allt frá tæpum 143 milljónum króna og niður í tæpar 93 milljónir. Þá var eitt frávikstilboð upp á 88 milljónir.
Það var Bragi Guðmundsson ehf. sem bauð lægst, tæpar 93 milljónir króna. Þá átti hann einnig frávikstilboð upp á 88 milljónir.
Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri í Garði, sagði í samtali við Víkurfréttir að nú væri verið að yfirfara tilboðin.