Ellefu sagt upp á Keflavíkurflugvelli
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur sagt upp samningi sínum við Öryggismiðstöð Íslands varðandi öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Reynir Ólafsson framkvæmdastjóri öryggisgæslu Öryggismiðstöðvar Íslands sagði í samtali við Víkurfréttir að 10 starfsmenn myndu missa vinnuna við uppsögn samningsins, en um þriggja mánaða uppsagnarfrest er að ræða.