Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ellefu rauðar örvar ásamt fylgdarvélum í Keflavík
Þriðjudagur 3. júní 2008 kl. 17:00

Ellefu rauðar örvar ásamt fylgdarvélum í Keflavík

Ellefu þotur flugsýningarsveitar breska flughersins Rauðu örvanna (Red Arrows) lentu á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Flugsveitin er á leið vestur um haf til þátttöku í flugsýningum í Kanada og Bandaríkjanna og heldur áfram ferð sinni þangað í fyrramálið. Þoturnar eru tveggja sæta æfingarflugvélar af gerðinni Hawker T-1. Með þeim í för er Nimrod eftirlitsþota til leiðsagnar og björgunarstarfa og flutningaflugvél af Gerðinni C-17 Globemaster III með flugvirkja og þjónustubúnað sveitarinnar. Rauðu örvarnar höfðu síðast viðdvöl hér á landi árið 2002. Nomrod- og Globemaster-þotur voru alltíðir gestir á vellinum í tíð varnarliðsins en hafa ekki sést þar síðan árið 2006.

Ljósmyndir: Friðþór Eydal

http://www.raf.mod.uk/reds/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024