Ellefu óku of hratt
Ellefu ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstursbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sjö hinna brotlegu ökumanna óku um Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða. Þá voru þrír staðnir að of hröðum akstri á Njarðarbraut og einn á Grindavíkurvegi.