Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ellefu í framboði í flokksvali Samfylkingar í Suðurkjördæmi
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 10:08

Ellefu í framboði í flokksvali Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Ellefu hafa boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um 4 efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 16. og 17. nóvember.

Í framboði eru Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Bergvin Oddsson, háskólanemi Grindavík, í 3. sæti, Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Árborg,  í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti, Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ, í 3. sæti, Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík,  í 3.-4. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Garði, í 1. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti og Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja  Árborg,  sem gefur kost á sér í 3. sæti.

Flokksmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi velja á listann ásamt stuðningsmönnum 16. og 17. nóvember. Hægt er að skrá sig í flokkinn eða sem stuðningsmann á vefsíðu Samfylkingarinnar www.samfylking.is, undir „Taktu þátt".

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024