Éljagangur og frost framundan
Veðurhorfur við Faxaflóa
Suðvestan 5-10. Sunnan 10-15 um miðnætti en síðan suðvestan 13-20, hvassast við sjóinn. Éljagangur og frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 24.01.2008 06:38. Gildir til: 25.01.2008 18:00.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 5-10 m/s en 10-18 í nótt og á morgun. Él. Frost 1 til 5 stig.
Spá gerð: 24.01.2008 06:55. Gildir til: 25.01.2008 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 10-15, éljagangur og frost 0 til 5 stig. Heldur hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjartviðri að mestu og frost 2 til 9 stig.
Á laugardag:
Suðvestan 5-10 og él, en þurrt og bjart austanlands. Lægir síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt, 8-18 m/s. Talsverð rigning sunnantil en snjókoma norðantil. Hlýnar í veðri.
Á mánudag:
Vestlæg átt. Él vestantil. Frost 0 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og éljagangur um allt land. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Norðan átt og él norðan- og austanlands. Kalt í veðri.
Spá gerð: 23.01.2008 22:44. Gildir til: 30.01.2008 12:00.