Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Éljagangur í dag og hiti við frostmark
Mánudagur 7. febrúar 2005 kl. 08:58

Éljagangur í dag og hiti við frostmark

Í morgun kl. 06 var suðlæg átt, víða hvasst og rigning, en hægari vindur og él suðvestan- og vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast á Siglufirði.

Yfirlit: Um 400 km V af Snæfellsnesi er 953 mb lægð sem þokast ANA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:

Viðvörun: Búist er við stormi á Austfjörðum og Miðhálendinu.

Suðlæg átt, víða 10-18 m/s, hvassast vestantil, en 18-23 í fyrstu á Austfjörðum. Rigning fram eftir morgni suðaustanlands, annars skúrir eða él, en léttir til á norðaustanverðu landinu í dag. Suðvestan 8-13 og él sunnan- og vestanlands á morgun. Kólnandi, hiti í kringum frostmark í kvöld en vægt frost á morgun.

Veðurhorfur næsta sólarhring fyrir höfuðborgarsvæðið: Suðlæg átt, 10-15 m/s og él. Hiti nálægt frostmarki.

 

 

Veðurkortið er úr veðurfréttatíma Sjónvarpsins og gildir fyrir hádegi í dag. Kortið er gert kl. 19:30 í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024