Elíza skrifar undir höfunda réttinda samninga í Bretlandi
Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman er nýkomin heim úr velheppnaðari ferð til Bretlands þar sem hún skrifaði undir höfundréttinda samning við útgáfufyrirtækið Effective Music.
Samningurinn nær yfir tvær plötur þ.e fyrstu sóló plötu Elízu , Empire Fall sem kom út í fyrra og hlaut frábæra dóma í Bretlandi sem og víðar , og næstu plötu Elízu sem er áætlað er að komi út árið 2009.
Elíza hitti forsvarsmenn Effective á You are in control ráðstefnunni sem haldin var í Reykjavík á vegum IMX í október síðastliðnum þar sem þau tóku þátt í pallborðsumræðum. í kjölfarið sáu Effective Elízu spila á Trúbatrix Festival og buðu henni samning.
Effective sérhæfa sig í að selja lög flytjenda sinna í sjónvarp , auglýsingar , kvikmyndir og fleira í þeim dúr og hefur Elíza fullt samráð í þeim efnum.
Ásamt því að skrifa undir samninginn í London spilaði Elíza vel heppnaða órafmagnaða tónleika á Electro Acoustic Club í London þar sem hún flutti frumsamið efni af síðustu plötu ásamt nýju efni fyrir fullu húsi. Wears the Trousers Magazine birti stórt viðtal við Elízu til að kynna tónleikana (sjá hér: http://wearsthetrousers.com/2008/11/11/eliza-opera-really-enriched-my-musical-universe/ ) og útvarpstöðin Phoenix Fm tóku viðtal við Elízu og birtu umfjöllun á vefsíðu sinni ( sjá hér : http://www.phoenixfm.com/story/2199.php ) .
Elíza fór einnig í upptökuverið Goodbeating í London sem rekið er af íslenska tónlistarmanninum Gísla Kristjánssyni og tók upp tvö ný frumsamin lög sem líklega munu rata á næstu breiðskífu hennar á næsta ári.