Eldurinn reyndist gufa

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi við Fífumóa í Njarðvík í morgun. Fjölmennt slökkvilið á þremur bílum, auk tveggja sjúkrabíla og lögreglu fóru á vettvang. 
 
Útkallið var óljóst en þegar komið var á vettvang var ljóst að ekki var um eld að ræða heldur rauk gufa úr lofttúðum á þaki hússins.

 
 
Viðbúnaður var mikill en þegar útkall barst stóð yfir námskeið á slökkvistöðinni og því stór hópur björgunarliðs á staðnum. VF-myndir: Hilmar Bragi