Eldur við Hafnargötu 50 í Keflavík
Eldur kom upp í húsnæði við Hafnargötu 50 í Reykjanesbæ nú fyrir stundu. Eldurinn kom upp í geymslurými í kjallara en slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn snarlega. Í húsinu eru bæði fyrirtæki og íbúðir en engan sakaði. Á þessari stundu er ekki vitað hver eldsupptök voru.
Reyk lagði upp úr kjallaranum eins og sjá má.