Eldur út frá rafmagni
Talið er að eldur hafi kveiknað út frá rafmagni í morgun að Garðavegi 13 en ekki í örbylgjuofni eins og fyrst var talið.Slökkvilið B.S fékk tilkynningu um klukkan 08:05 í morgun um að mikil reykjarlykt væri frá íbúð á Garðarvegi 13 neðri hæð og að tvö börn ásamt móður þeirra væru sennilega í íbúðinni. Það voru íbúar á efri hæð sem urðu vör við reykjarlyktina og tilkynntu um hugsanlegan eld í íbúðinni til Neyðarlínunnar sem kallaði út slökkvilið Brunavarnar Suðurnesja.
Tveir slökkviliðsbílar ásamt sjúkrabíl voru komnir á staðinn innan örfárra mínúta og voru tveir reykkafara sendir starx inn til lífsbjörgunar og aðrir tveir skömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að íbúar í viðkomandi íbúð voru að heiman og höfðu farið til höfuðborgarinnar fyrr um morguninn.
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra var aðkoma slökkviliðsins þannig að mikill hiti var í íbúðinn, þó voru allar rúður heilar, upptaka eldsins var í eldhúsi sennilega frá rafmagni. Sigmundur segir að illa hefði getað farið ef fyrstu aðkomendur hefðu rifið upp læsta hurðina inn í íbúðina því eldurinn var í svokölluðu súrefnsisvelti og mikill hiti í rýminu. Slökkvistarf gekk mjög vel og var íbúðin reykræst. Eldhúsið er talvert brunnið og töluverðar skemmdir af völdum reyks og sóts. Reykskynjari var í íbúðinni en hann var rafhlöðulaus að sögn slökkviliðs.
Tveir slökkviliðsbílar ásamt sjúkrabíl voru komnir á staðinn innan örfárra mínúta og voru tveir reykkafara sendir starx inn til lífsbjörgunar og aðrir tveir skömmu síðar. Fljótlega kom í ljós að íbúar í viðkomandi íbúð voru að heiman og höfðu farið til höfuðborgarinnar fyrr um morguninn.
Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra var aðkoma slökkviliðsins þannig að mikill hiti var í íbúðinn, þó voru allar rúður heilar, upptaka eldsins var í eldhúsi sennilega frá rafmagni. Sigmundur segir að illa hefði getað farið ef fyrstu aðkomendur hefðu rifið upp læsta hurðina inn í íbúðina því eldurinn var í svokölluðu súrefnsisvelti og mikill hiti í rýminu. Slökkvistarf gekk mjög vel og var íbúðin reykræst. Eldhúsið er talvert brunnið og töluverðar skemmdir af völdum reyks og sóts. Reykskynjari var í íbúðinni en hann var rafhlöðulaus að sögn slökkviliðs.