Eldur reyndist vera þvottur
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar að húsnæði Gistiheimilis á Ásbrú nú fyrir stundu vegna reyks sem lagði undan þakskegginu á húsinu. Þegar slökkvilið kom svo á vettvang kom í ljós að alls ekki var um eld að ræða heldur var verið að háþrýstiþvo húsið að utan.
Myndin: Unnið við háþrýstiþvott á Gistihúsi Keflavíkur á dögunum. Slökkviliðið var kallað út vegna framkvæmdanna í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi