Eldur logaði við Patterson

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að Patterson-flugvelli í Reykjanesbæ nú síðdegis. Eldur logaði í rusli í einu af gömlu byrgjunum á svæðinu. Þá hafði eldurinn einnig borist í sinu utan við byrgið.
 
Slökkviliðsmenn voru fljótir að slökkva eldinn. Reglulega er kveikt í rusli á svæðinu en fólk er duglegt að losa sig við ýmsan úrgang á svæðinu sem á frekar heima á gámasvæðinu við Kölku í Helguvík.