Mánudagur 31. desember 2001 kl. 11:54
Eldur í tveimur ruslagámum
Eldur hefur verið borinn að tveimur sorpgámum í Keflavík nú fyrir áramótin. Kveikt var í rusli í gámi við Garðasel og í gærkvöldi var kveikt í ruslagámi við Stóru blokkina, Faxabraut 25 í Keflavík.Í báðum tilvikum varð eingöngu tjón á gámunum.