Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldur í tækjabúnaði í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík
Mánudagur 13. mars 2006 kl. 22:11

Eldur í tækjabúnaði í fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla voru kvödd að fiskimjölsverksmiðjunni í Helguvík rétt fyrir klukkan níu í kvöld, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík.

Eldur mun hafa komið upp í tækjabúnaði og hafa valdið töluverðum skemmdum. Búið er að ráða niðurlögum hans.

VF-mynd: Frá vettvangi í kvöld.

Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024