Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Eldur í stórum timburhaug í Helguvík
Fimmtudagur 17. júlí 2025 kl. 12:49

Eldur í stórum timburhaug í Helguvík

Eldur kom upp í stórum timburhaug í Helguvík á þriðja tímanum síðastliðna nótt. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var um um 40 mínútur að ná stjórn á eldinum.

„Þar sem erfitt er að fá vatn á svæðinu var kallað eftir aðstoð frá slökkviliði Grindavíkur sem kom með tankbíl, auk þess sem starfsmenn á frívakt voru boðaðir út.

Á vettvangi voru notaðir þrír dælubílar, körfubíll, tveir tankbílar og flutningsbíll sem kom með fleiri slöngur. Einnig voru fengnar vinnuvélar á svæðið til að krabba úr haugnum og gera slökkvistarfið aðgengilegra og skilvirkara.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Við slökkvistarfið voru notaðir um 120.000 lítrar af vatni. Lokið var við slökkvistörf um klukkan 07:00 í morgun, og nú stendur yfir frágangur og yfirferð á búnaði,“ segir í tilkynningu frá Brunavörnum Suðurnesja.