Eldur í sorpgámi
Eldur var borinn að sorpgámi í porti á milli Álnabæjar og Tjarnarsels við Tjarnargötu í Keflavík seint í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá brunanum og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað til að slökkva bálið.
Nokkuð ljóst er að kveikt var í gámnum en ekki er vitað hver þar var að verki. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Myndir frá vettvangi seint í gærkvöldi.