Eldur í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
Eldur kom upp í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja við Hafnaveg í Reykjanesbæ á öðrum tímanum í dag. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli voru send á staðinn. Glussaolíuslanga við skammtara sem þrýstir sorpi í brennsluofn stöðvarinnar gaf sig og kom þá upp eldur í skammtaranum. Reykur fór um alla stöðina og rauk mikið úr húsinu þegar slökkvilið kom á staðinn.Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja náðu að slökkva eldinn á skömmum tíma. Að sögn Gísla Viðars Harðarsonar hjá Brunavörnum Suðurnesja er tjónið óverulegt, en eldurinn var einangraður við skammtarann en náði ekki að komast í meiri eldsmat í gryfju sorpeyðinarstöðvarinnar. Ekki er búist við mikilli röskun á starfsemi stöðvarinnar vegna þessa óhapps.
Myndin: Frá slökkvistarfi í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Ljósmynd: Gísli Viðar Harðarson fyrir Víkurfréttir.
Myndin: Frá slökkvistarfi í Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Ljósmynd: Gísli Viðar Harðarson fyrir Víkurfréttir.