Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. desember 1998 kl. 22:21

ELDUR Í SÓLBORG

Miklar skemmdir urðu á annarri af tveimur deildum leikskólans Sólborgar í Sandgerði í bruna í fyrrinótt. Leikskólinn verður lokaðar fram á þriðjudag í næstu viku vegna viðgerða. Slökkvilið Sandgerðis var kallað út á fjórða tímanum um nóttina og þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang sáu þeir strax hvar upptök eldsins voru. Reykkafarar voru sendir inn og slökktu þeir eldinn á skammri stundu. Rjúfa þurfti þak til að komast að eldinum. Skipta þarf um alla loftklæðningu auk þess sem setja þarf upp nýja veggi. Gert er ráð fyrir að deildin sem varð eldinum að bráð verði opnuð fljótlega eftir áramót. Á hinni deildinni þarf að mála og þrífa alla hluti vegna mengunar frá reyk og er stefnt að því að ljúka því verki fyrir þriðjudag. Rúmlega 40 börn eru á leikskólanum sem er eini leikskólinn í Sandgerði. Ekkert er enn vitað um eldsupptök en rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík vinnur að rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024