Eldur í sendibifreið í Vogum
Eldur kom upp í vélarhúsi sendibifreiðar í Vogum í gærkvöldi.Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út til að slökkva eldinn. Bifreiðin er óökuhæf eftir brunann en eldurinn náði ekki að breiðast út um bifreiðina.